Kæru félagsmenn,

 

Í dag er sannarlega sérkennilegt ástand sem við höfum aldrei áður búið við, kannski sem betur fer. Miklir erfiðleikar eru hjá mörgum eins og uppsagnir síðustu daga sýna og alls ekki fyrirsjáanlegt hvenær úr rætist.

Rafiðnaðurinn finnur að sjálfsögðu fyrir þessu eins og flestar aðrar starfsstéttir. En í þessu geta líka falist tækifæri. 

Mögulega verður þetta til þess að við færumst nær framtíðinni sem við höfum verið að undirbúa okkur fyrir þar sem aðal áherslan er á tækni og nýsköpum. Við sem störfum í rafiðnaðinum þurfum að vera vel vakandi og opin fyrir því að nýta okkur þessi tækifæri og sýna með því mikilvægi stéttarinnar. 

Í fyrsta sinn getum við ekki safnast saman og lagt áherslu á kröfur okkar. Það þýðir þó ekki að við látum ekki í okkur heyra  heldur nýtum við þá rafrænu möguleika sem við höfum og stöndum þannig vörð um hagsmuni okkar stéttar.  

 

Félag Íslenskra rafvirkja óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum til hamingju með daginn!

 

Myndband sem gert var í tilefni dagsins!

 

1.mai logo

 

Deila frétt: