Aðalfundur FÍR var haldinn 14. Apríl síðastliðinn kl 18:00 í fjarfundi. Var fundinum frestað vegna aðstæðna í samfélaginu og verður framhaldsfundur haldinn við fyrsta tækifæri.

Farið var yfir framboð til stjórnar FÍR fyrir næsta starfsár og ný stjórn tók við sem samanstendur af eftirtöldum:

Margrét Halldóra Arnarsdóttir, Formaður

Guðmundur Ævar Guðmundsson, Varaformaður

Hilmar Guðmannson, Gjaldkeri

Sigmundur Grétarsson, Ritari

Eiríkur Jónsson, Meðstjórnandi

Þór Hinriksson, Meðstjórnandi

Kristján Helgason, Meðstjórnandi 

Þar af eru tveir nýir sem sitja í stjórn að þessu sinni, Sigmundur sem áður var í trúnaðarráði og Þór sem kemur nýr inn í gegnum RSÍ-ung. Hilmar, sem áður var meðstjórnandi, er orðinn gjaldkeri og Margrét, sem áður var gjaldkeri, hefur nú tekið við sem formaður.

Ný stjórn er spennt fyrir komandi starfsári og þakkar fráfarandi stjórnarmönnum kærlega fyrir vel unnin störf á seinustu árum.

Deila frétt: