Einingaverð í ákvæðisvinnu í rafiðnaði hefur verið leiðrétt með tilliti til vinnutímastyttingar úr 37:05 klst á viku niður í 36:15 klst, eða um 2,29%. Auk þess hefur verkfæragjald rafvirkja verið hækkað upp í 6% í útreikningi einingaverðsins. Þetta þýðir að einingaverðið sem gildir frá 1.1.2022 er 719,69 kr.
Launataxtar hér á síðunni hafa verið uppfærðir með þetta til hliðsjónar.
Frétt tekin af heimasíðu RSÍ