ert þú Atvinnulaus?
Hver á rétt á atvinnuleysisbótum?
Upplýsingar um bótarétt, umsóknir og stöðu umsókna má sjá á
Hvenær get ég sótt um atvinnuleysisbætur?
Þú skalt sækja um atvinnuleysisbætur í seinasta lagi þann sama dag og uppsagnarfrestur þinn rennur út. Þú getur sótt um atvinnuleysisbætur einum mánuði áður en þú verður atvinnulaus.
Hvar á ég að sækja um atvinnuleysisbætur?
Þú sækir um atvinnuleysisbætur gegnum „Mínar síður“ á vefsíðu Vinnumálastofnunar. Þú þarft að skrá þig inn með annað hvort Íslykli eða rafrænum skilríkjum til að geta sótt um atvinnuleysisbætur.
Hvað er Íslykill og hvernig sæki ég um?
Íslykill er lykilorð sem er tengt við kennitöluna þína og þú getur notað hann til að skrá þig inn á ýmsum opinberum síðum.
Hér má lesa nánari upplýsingar um Íslykil.
Þú getur valið um að fá hann sendan á netbanka, með bréfpósti eða í sendiráði
Hvað eru rafræn skilríki og hvernig sæki ég um?
Rafræn skilríki eru persónuskilríki sem þú notar til að auðkenna þig á netinu. Þú getur notað þau til að undirrita skjöl og fleira. Þú getur fengið rafræn skilríki í bankanum þínum eða gegnum síðu Auðkennis
Hvað er persónuafsláttur og hvernig nota ég hann?
Allir 16 ára og eldri sem eru búsettir á Íslandi eiga rétt á persónuafslætti. Hann er færanlegur milli hjóna. Nauðsynlegt er að upplýsa vinnuveitanda eða Vinnumálastofnun um hvar þú vilt nýta persónuafsláttinn þinn. Þú getur skoðað nýtingu þína á persónuafslættinum með því að skrá þig inn á skattur.is
Hér má sjá upphæð persónuafsláttarins á þessu ári.
Myndband um rafræn persónuafslátt.
Myndband Vinnumálastofnunar um hvernig þú breytir nýtingu persónuafsláttar
Hér getur þú bókað símtal frá starfsmanni Vinnumálastofnunar.
Hlutverk Vinnumálastofnunar í atvinnuleit
Allir sem eru í atvinnuleit geta fengið aðstoð hjá ráðgjöfum VMST sér að kostnaðarlausu. Þegar atvinnuleitendur leita til ráðgjafa VMST er lagt mat á einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins atvinnuleitanda og gerð áætlun um atvinnuleit og þátttöku í vinnumarkaðsúrræðum. Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa með því að senda tölvupóst á radgjafar@vmst.is
Starfstækifæri. Þetta úrræði er fyrir atvinnurekendur og gerir fyrirtækjum, sveitafélögum, stofnunum og frjálsum félagasamtökum kleyft að ráða einstakling sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Atvinnurekandi greiðir þá laun samkvæmt gildandi kjarasamningum en VMST greiðir grunnatvinnuleysisbætur með starfsmanninum.
Námstækifæri. Þetta úrræði er fyrir atvinnuleitendur og gerir þér kleyft að bæta stöðu þína á vinnumarkaði og auka þekkingu þína með námi. Þú þarft að hafa samband við ráðgjafa VMST (radgjafar@vmst.is) um val á starfstengdu námi.
Námskeið: Atvinnuleitendur geta óskað eftir að taka þátt í námskeiði að eigin frumkvæði og geta þá sótt um námsstyrk til VMST.
Á heimasíðu Vinnumálastofnunar má sjá nánari upplýsingar um námsstyrki.
Námssamningur: Atvinnuleitendur geta sótt um að stunda nám á meðan atvinnuleit stendur, að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Hafðu samband við ráðgjafa hjá VMST (radgjafar@vmst.is) fyrir nánari upplýsingar.
Námsleiðir
Nýtt úrræði Vinnumálastofnunar gerir atvinnulausum kleift að stunda háskólanám á atvinnuleysisbótum í eina önn.
Nánari upplýsingar um skilyrði og námsleiðie í boði má sjá á síðu Vinnumálastofnunnar
Skerðing á starfshlutfalli verður að byggja á samkomulagi milli þín og atvinnurekanda – helst skriflegu – þar sem fram kemur hvert nýtt starfshlutfall er og til hversu langs tíma samkomulagið gildir.
Nánari upplýsingar má finna hér
Ef þú eða barn þitt (undir 13 ára aldri) þarft að fara í sóttkví, ber atvinnurekanda að greiða þér laun og atvinnurekandi getur sótt um aðstoð stjórnvalda til þess. Þú átt ekki að þurfa að nota veikindadagana þína vegna sóttkvíar. Þetta á þó ekki við þegar þú kemur heim frá útlöndum ef þú vissir, eða máttir vita, að þú þyrftir að fara í sóttkví við heimkomu. Ef atvinnurekandi vill að þú sinnir vinnu heiman frá þér í sóttkví og útvegar þér nauðsynlegan búnað til þess, skaltu verða við því eins og hægt er.
Ef þú eða barn þitt (undir 13 ára aldri) veikist af völdum COVID-19 nýtir þú veikindarétt þinn hjá atvinnurekanda og ef hann klárast gætir þú átt rétt í sjúkrasjóð stéttarfélagsins þíns.
Nánari upplýsingar um réttindi launafólks í COVID-19 má finna hér
#ekkertsvindl – Ef þig grunar að atvinnurekandi þinn brjóti á rétti þínum getur þú annað hvort haft samband við stéttarfélagið þitt eða sent ASÍ tilkynningu
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
Sveitafélögum ber að veita einstaklingum í neyð fjárhagsaðstoð. Þú getur átt rétt á fjárhagsaðstoð til dæmis ef þú ert ekki á atvinnuleysisbótum.
Hafðu samband við sveitarfélagið þitt fyrir nánari upplýsingar og til að sækja um.
Hér getur þú valið sveitarfélagið þitt og fundið símanúmer og netfang.
Umsókn um fjárhagsaðstoð fyrir íbúa Reykjavíkur.
Félagssamtök
Hjálparstarf kirkjunnar, s. 528 4400, kl. 10-15 virka daga.
Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki í neyð aðstoð í samvinnu við presta, djákna, félags- og námsráðgjafa um land allt.
Fatakort Rauða krossins
Tekjulágir geta sótt um fatakort sem hægt er að nota í verslunum Rauða Krossins.
Fjölskylduhjálp Íslands
Fjölskylduhjálpin veitir mataraðstoð í Reykjavík og Reykjanesbæ. Upplýsingar um úthlutanir má sjá á heimasíðu samtakanna
Mæðrastyrksnefnd
hægt að sækja um Jólaaðstoð á vegum Mæðrastyrksnefndar.
Pepp – félag fólks í fátækt
Samtök sem vinnga gegn fátækt og félagslegri einangrun. Þau eru öllum opin sem hafa reynslu af fátækt og félagslegri einangrun og vilja taka þátt í öflugu starfi til að breyta aðstæðum fólks sem býr við fátækt.
Stéttarfélög
Stéttarfélög bjóða upp á ýmis konar styrki. Mörg stéttarfélög endurgreiða til dæmis kostnað við líkamsrækt, sjúkraþjálfun, gleraugnakaup, sálfræðiþjónustu og krabbameinsleit. Skoðaðu heimasíðu þíns stéttarfélags eða hafðu samband við það til að nálgast upplýsingar um styrki sem standa þér til boða.
Húsnæðisvandi
Vegna COVID-faraldursins bjóða nú mörg fyrirtæki og stofnanir upp á greiðslufresti.
Húsnæðislán
Aðilar sem veita lán til húsnæðiskaupa til dæmis lífeyrissjóðir og lánastofnanir bjóða sumir upp á tímabundna greiðslufresti. VR hefur tekið saman upplýsingar um greiðslufresti lánastofnana og lífeyrissjóða hér.
Leigufélög
Sum leigufélög veita tímabundna lækkun á leigu fyrir þá sem hafa orðið fyrir tekjutapi. VR hefur tekið saman upplýsingar um leigufélög og viðbrögð þeirra.
Húsnæðisbætur
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagsleg kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði. Reiknivél húsnæðisbóta.
Bjarg íbúðafélag
Bjargi íbúðafélagi er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Fullgildir félagar í aðildarfélögum ASÍ og BSRB hafa rétt á úrræðinu.
Hlutdeildarlán
Hlutdeildarlán er úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup.
Upplýsingar fyrir verðandi foreldra um þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og við ung börn má finna á heimasíðunni island.is.
Fæðingarstyrkur
Sum stéttarfélög greiða félögum sínum styrk við fæðingu barns. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til að athuga hvort þú eigir rétt á fæðingarstyrk.
Fæðingarorlofssjóður
Á vefsíðu Vinnumálastofnunar má finna upplýsingar um rétt til fæðingarorlofs, styrkja vegna ættleiðinga og fleira.
Hjálparsími Rauða krossins
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er sími sem hægt er að hringja í og tala við manneskju í trúnaði. Hjálparsíminn er alltaf opinn, hann er gjaldfrjáls, trúnaði er heitið og í hann geta allir hringt sem þurfa aðstoð.
Heilsugæslustöðvar
Heilsugæslustöðvar eru starfræktar um allt land. Ef þér líður illa er hægt að leita á heilsugæslustöðina og fá aðstoð og ráðleggingar um næstu skref. Hér má sjá kort með staðsetningu allra heilsugæslustöðva. Hafðu samband við þá heilsugæslustöð sem er næst þér.
Bráðaþjónusta geðsviðs Landsspítalans s. 543 4050
Bráðamóttaka geðdeildar er opin þeim sem eiga við bráða geðræna erfiðleika að stríða. Fólk með áríðandi mál af geðrænum toga getur leitað þangað án þess að eiga pantaðan tíma. Opið er kl. 12:00-19:00 á virkum dögum og kl. 13:00-17:00 um helgar. Utan opnunartíma skal hringja í 112.
Vinaverkefni Rauða krossins, s. 570 4000
Rauði krossinn býður upp á margskonar vinaverkefni. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja þá sem vilja sem eru félagslega einangraðir. Símavinir tala saman í síma tvisvar í viku. Hægt er að fara í göngutúr með sjálfboðaliðum sem sumir taka hundinn með. Einnig starfrækir Rauði krossinn vina hópa víðsvegar um landið.
112
112 er neyðarnúmerið á Íslandi. Það er einnig hægt að hringja í 112 til að fá aðstoð vegna ofbeldis í nánum samböndum. Hægt er að tala ensku á vefspjalli 112 og þegar er hringt.
Hjálparsími Rauða krossins, s. 1717
Hjálparsími Rauða krossins 1717 er sími sem hægt er að hringja í og tala við manneskju í trúnaði. Hjálparsíminn er alltaf opinn, hann er gjaldfrjáls, trúnaði er heitið og í hann geta allir hringt sem þurfa aðstoð.
Kvennaathvarfið, s. 561 1205
Kvennaathvarf er starfrækt í Reykjavík og á Akureyri. Konur og aðstandendur þeirra geta komið og fengið ókeypis stuðning, ráðgjöf og upplýsingar hjá Kvennaathvarfinu. Þegar dvöl í heimahúsum er óbærileg vegan andlegs eða líkamlegs ofbeldis geta konur og börn þeirra dvalið í athvarfinu.
Stígamót
Stígamót bjóða konum og körlum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi ókeypis einstaklingsviðtöl.
Bjarkarhlíð, s. 553 3000
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Bjarkarhlíð veitir stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Bjarkarhlíð veitir samræmda þjónustu við þolendur á forsendum þolenda.
Bjarmahlíð, s. 551 2520
Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi út frá forsendum þolandans. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki til að auðvelda fólki að leita sér aðstoðar.
Heimilisfriður, s. 555 3020
Heimilisfriður veitir meðferð fyrir fólk sem beitir ofbeldi.
Aflið – samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi Akureyri, s. 857 5959
Aflið býður upp á ókeypis einstaklingsviðtöl fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Einnig starfrækja samtökin sjálfshjálparhópa og sinna fræðslu um ofbeldi.
Réttindagæslumenn fatlaðra, rettindagaesla@rettindagaesla.is
Réttindagæslumenn fatlaðra aðstoðar fólk með fatlanir sem verða fyrir ofbeldi.
