Fæðingarorlof

Fyrir hvern er fæðingarorlof

Réttur til fæðingarorlofs stofnast hjá foreldri við fæðingu barns, frumættleiðingu barns eða við töku barns í varanlegt fóstur að átta ára aldri. 

Sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig er 6 mánuðir, heimilt er að framselja allt að 6 vikur til hins foreldris. Heildarréttur er því 12 mánuðir.

Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi eru tekjutengdar. Jafnframt eru gefnir miklir möguleikar á sveigjanlegri töku fæðingarorlofs

Starfsmaður

Foreldri telst vera starfsmaður er það vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði. 

Sjálfstætt starfandi

Foreldri telst vera sjálfstætt starfandi einstaklingur ef það starfar við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að því er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti skil á tryggingargjaldi.

Starfsmaður og sjálfstætt starfandi

Foreldri telst vera starfsmaður og sjálfstætt starfandi einstaklingur ef það starfar samanlagt a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði.

Tímalengd fæðingarorflofs ræðst af því á hvaða ári barn er fætt.

Tímalengd 2020 er alls 10 mánuðir, hvort foreldri á rétt á 4 mánuðum sem eru óframseljanlegir en 2 eru sameiginlegir.

Tímalengd 2021 er alls 12 mánuðir, hvort foreldri á rétt á 6 mánuðum og eru 6 vikur framseljanlegar. 

Uppsöfnun og vernd réttinda

Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningu, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta.

Ráðningarsamband milli starfsmanns og vinnuveitanda helst óbreytt í fæðingarorlofi.

Óheimilt er að segja starfsmanni upp vegna þess að hann hefur tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skriflegur rökstuðningur skal fylgja uppsögn.

Sama gildir um uppsagnir þungaðrar konu og konu sem hefur nýlega alið barn.