Orlof

Orlof

Samkvæmt lögum nr. 30/1987 skal orlof vera tveir dagar fyrir hvern unnin mánuð eða 24 virkir dagar á ári. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu, yfirirvinnu eða öðrum launum

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sömu strafsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%

Starfsmaður sem unnið  hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13.04%

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsréttvegna starfs hjá sama vinnuveitenda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitenda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.

Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.