
Raunfærnimat
Hvað er raunfærnimat
Raunfærnimat er skipulagt ferli þar sem lagt er formlegt mat á alhliða þekkingu og færni einstaklings sem hann hefur aflað sér með ýmsum hætti utan hefbundins skólakerfis.
Raunfærnimat gengur út á að greina stöðu einstakling, meta færni hans og gefa kost á því að ljúka iðnnámi.
Algengast er að raunfærnimat fari fram á móti námsskrá en nú hefur verið unnið að því að skilgreina hvaða færnikröfur fólk í tæknigreinum þarf að uppfylla í starfi sínu og meta raunfærni þess á móti starfslýsingu.
Þátttökuskilyrði
- Lágmarks skilyrði fyrir mat á 3.þrepi eru að vera amk. 23 ára og með þriggja árastarfsreynslu í greininni,
- Viðbótar skilyrði fyrir mat á 3. þrepi eru að vera amk. 25. ára með fimm ára starfsreynslu í greininni.
Ef þú uppfyllir ofangreinf skilyrði þ.e. hefur starfað í rafiðnaði eða við upptökur, hlljóðvinnslu og mögnun eða við viðburðalýsingar utandyra, í leikhúsum og sjónvarpi og hefur ekki lokið námi á framhaldsstigi þá er þetta eitthvað fyrir þig.

Raunfærnimat eftir greinum:
- Ertu í stuði? Raunfærnimat í rafiðngreinum.
- Ertu í hljóði? Raunfærnimat í hljóðvinnslu.
- Ertu í ljósi? Raunfærnimat í viðburðarlýsingu.
Fleiri upplýsingar má finna inná rafmennt.is