Komin eru tvö framboð til gjaldkera Félag íslenskra rafvirkja til næstu tveggja ára.

 

Þeir sem bjóða sig fram eru:

Helgi Marteinn Ingason og Hilmar Guðmannsson 

 

Vegna þess verður framkvæmt rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla samkvæmt 39. grein laga Félag íslenskra rafvirkja.

 

Atkvæðagreiðslan hefst mánudaginn 8. mars 2021, kl. 12.00 og lýkur mánudaginn 15. mars 2021, kl.12:00

Hægt er að kjósa inni á mínum síðum

 

 Kjörgögn verða send SMS til félagsmanna sem hafa látið í té númerið sitt til RSÍ eða FÍR.

 

Einnig verður hægt að kjósa í gegnum heimasíðu FÍR og RSÍ þegar atkvæðagreiðsla hefst.

 

Eins er hægt að koma á skrifstofu félagsins á Stórhöfða 31 á skrifstofutíma meðan á kjörfundi stendur og fá aðstoð við að greiða atkvæði þar.

 

Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnum 6. mánuðum eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt 49. grein laga FÍR.