Komin eru framboð í formann og meðstjórnana Félags Íslenskra rafvirkja til næstu tveggja ára og ljóst er að enginn hefur dregið gilt framboð til baka samkvæmt 36. Grein. 

Þeir sem bjóða sig fram til formanns eru:

Andri Reyr Haraldsson, Hilmar Guðmannsson og Jón Ólafur Halldórsson.

Þeir sem bjóða sig fram til meðstjórnanda í stjórn eru:

Eiríkur Jónsson og Helgi Marteinn Ingason.

 

Vegna þess verður framkvæmd rafræn allsherjar atkvæðagreiðsla samkvæmt 39. grein laga FÍR.
Atkvæðagreiðslan hefst 10. mars á hádegi (12:00) til 17. mars á hádegi (12:00)

Kjörgögn verða send með SMS til félagsmanna sem hafa látið í té númerið sitt til RSÍ eða FÍR. Einnig verður hægt að kjósa í gegnum heimasíðu FÍR og RSÍ þegar atkvæðagreiðsla hefst. Eins verður hægt að koma á skrifstofu félagsins á Stórhöfða 31 á skrifstofutíma meðan á kosningu stendur og fá aðstoð við að greiða atkvæði þar.

Samkvæmt 39. grein skal kjörstjórn í samráði við stjórn og trúnaðarráð auglýsa atkvæðagreiðslu og kynna efni kosninga.

Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnum 6. mánuðum eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt 49. grein laga FÍR.