Kæru félagsmenn FÍR
Ég þakka kærlega traustið sem mér var sýnt í kosningu til gjaldkera. Einnig vil ég þakka mótframbjóðanda mínum, Helga Ingasyni, fyrir góða og málefnalega kosningabaráttu. Nú er að láta hendur standa fram úr ermum og halda áfram því góða verki sem verið er að vinna.
Verkalýðsbaráttan er ekki auðveld og stöðugt þarf að standa vörð um kjaramálin okkar og sem sterk heild náum við bestum árangri.
Látum í okkur heyra!
Kveðja,
Hilmar Guðmannsson gjaldkeri FÍR