TILLÖGUR TIL BREYTINGA

Á LÖGUM FÍR

Lagt fram að Stjórn og Trúnaðarráði FÍR

 

  1. Tillögur um breytingar á 14 grein:

Lagt er til að við greinina bætist við:

“,heimasíðu félagsins og miðlum félaginu tengdu” í staðin fyrir “og útvarpi

Greinin verður þá svo hljóðandi:

“Aðalfund skal boða skriflega með minnst sjö sólarhringa fyrirvara.  Í fundarboði skal getið dagskrár fundarins.  Ennfremur skal birta fundarboð með auglýsingum í dagblöðum, heimasíðu félagsins og miðlum félaginu tengdu.  Ef tillögur um breytingar á lögum félagsins liggja fyrir skal geta þeirra í fundarboði.

Til viðmiðunar hljóðar14. grein svona í dag:

14. grein

Aðalfund skal boða skriflega með minnst sjö sólarhringa fyrirvara. Í fundarboði skal getið dagskrár fundarins.  Ennfremur skal birta fundarboð með auglýsingum í dagblöðum eða útvarpi.  Ef tillögur um breytingar á lögum félagsins liggja fyrir skal geta þeirra í fundarboði.

  1. Tillögur um breytinga á 18.grein:

Lagt er til  að við greinina bætist eftirfarandi við fyrstu setningu:

“og streyma á netið,”

Einnig er lagt til að við aðra setningu bætist eftirfarandi við:

“eða annan fjarfundabúnað”

Greinin verður svo hljóðandi:

Heimilt er að hljóðrita og streyma á netið aðal- og félagsfundum.  Hópar félagsmanna, sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins geta tekið þátt í fundum með tengingu við hljóðkerfi í fundarsal um síma eða annan fjarfundabúnað.  Þar sem slíkir hópar félagsmanna eru saman komnir til þátttöku í fundum, stjórnar trúnaðarmaður sem formaður felur þann starfa.

Til viðmiðunar hljóðar 18.grein svona í dag:

18. grein

Heimilt er að hljóðrita aðal- og félagsfundi.  Hópar félagsmanna, sem staðsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins geta tekið þátt í fundum með tengingu við hljóðkerfi í fundarsal um síma.  Þar sem slíkir hópar félagsmanna eru saman komnir til þátttöku í fundum stjórnar trúnaðarmaður, sem formaður felur þann starfa.

  1. Tillaga til breytingar á 23. grein:

Lagt er til að við greinina bætist eftirfarandi:

Formaður, ritari og einn meðstjórnandi skulu kosnir til tveggja ára annað árið og varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur til tveggja ára hitt árið”

Greinin verður þá svo hljóðandi:

Stjórn félagsins skipa sjö menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórnendur.  Formaður, ritari og einn meðstjórnandi skulu kosnir til tveggja ára annað árið og varaformaður, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur til tveggja ára hitt árið.

Til viðmiðunar hljóðar 23.grein svona í dag:

23. grein

Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og þrír meðstjórnendur.

  1. Tillaga til breytingar á 24.grein:

Lagt er til að eftir fyrstu setningu bætist við eftirfarandi:

Kjósa skal níu menn í trúnaðarráð til tveggja ára það ár sem formaður er í kjöri og aðra  níu menn til tveggja ára það ár sem varaformaður er í kjöri.”

Greinin verður þá svo hljóðandi:

Stjórn félagsins og átján félagsmenn skipa trúnaðarráð félagsins.  Kjósa skal níu menn í trúnaðarráð til tveggja ára það ár sem formaður er í kjöri og aðra  níu menn til tveggja ára það ár sem varaformaður er í kjöri.  Formaður félagsins er formaður trúnaðarráðs og ritari félagsins er ritari þess.

Til viðmiðunar hljóðar greinin svona í dag:

24. grein

Stjórn félagsins og 18 félagsmenn skipa trúnaðarráð félagsins.  Formaður félagsins er formaður trúnaðarráðs og ritari félagsins er ritari þess.

  1. Tillaga að nýjum sjötta kafla lagana.

Lagt er til að nýr og endurraðaður sjötti kafli hljóði svo:

6. Kafli

Framboð, kjör í stjórn, trúnaðarráð og aðrar trúnaðarstöður og allsherjaratkvæðagreiðslur.

33.grein

Stjórn skal fyrsta virka dag í janúar ár hvert auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 23.gr. og 24.gr.

34.grein

Framboðsfrestur skal vera til 15. janúar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma.  Frambjóðendum skal raðað eftir stafrófsröð á kjörseðli.  Komi  aðeins eitt framboð í stöðu, þarf ekki að fara fram kosning.

35 grein

Trúnaðarráði er skylt að leggja fram tillögur um kjör í trúnaðarstöður samkvæmt 23. gr. og 24. gr.  Til að bera fram tillögur til kjörs stjórnar, trúnaðarráðs eða annarra trúnaðarstarfa þurfa að fylgja meðmæli 18 fullgildra félagsmanna.  Tillögu til stjórnar, trúnaðarráðs eða annarra trúnaðarstarfa skal fylgja skriflegt samþykki þeirra félagsmanna, sem gerð er tillaga um.

36 grein.

Framboð til stjórnar og trúnaðarráðs skulu vera einstaklingsframboð.  Fullgildir félagsmenn geta boðið sig fram áður en framboðsfrestur rennur út, með undirritaðri yfirlýsingu og meðmælum 18 fullgildra félagsmanna.

Framboð skulu vera sérstaklega til formanns, varaformanns, ritara, gjaldkera, meðstjórnenda og til trúnaðarráðs.

Frambjóðanda er heimilt að draga framboð sitt til baka fyrir 1. febrúar svo framalega sem tryggt sé að framboð sé í sömu stöðu.  Atkvæðagreiðslan er bundin við þær tillögur sem koma fram samkvæmt 23. gr. og 24. gr. eða tillögur, sem lagðar eru fyrir samkvæmt heimild í 37. gr.

37 grein.

Eigi síðar en 15. febrúar skal fara fram allsherjar atkvæðagreiðsla um kjör helmings stjórnar og trúnaðarráðs.  Heimilt er að kjósa aðra trúnaðarmenn í allsherjaratkvæðagreiðslu, telji stjórn og trúnaðarráð það nauðsynlegt eða æskilegt.

Stjórn og trúnaðarráði er heimilt að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um afgreiðslu kjarasamninga eða önnur málefni, eftir því sem þurfa þykir.

Á sama hátt skal efna til allsherjaratkvæðagreiðslu ef:

a)  Félagsfundur samþykkir ályktun þar um.

b)  Minnst 1/10 hluti fullgildra félagsmanna krefst þess.

c)  Miðstjórn RSÍ eða miðstjórn ASÍ gefur um það fyrirmæli.

38 grein

Kosningum með allsherjaratkvæðagreiðslu stjórnar kjörstjórn, sem skipuð er þremur mönnum.  Aðalfundur kýs tvo, en þriðji maður skal skipaður af miðstjórn RSÍ og er hann formaður kjörstjórnar.  Miðstjórn skal gæta hlutleysis við val á formanni.  Jafnmargir skulu skipaðir til vara á sama hátt.

Félagsstjórn er heimilt að fela kjörstjórn, sem skipað er í af miðstjórn RSÍ, umsjón með kosningum um kjarasamninga, sem félagið er aðili að með öðrum stéttarfélögum.

39. grein

Allsherjaratkvæðagreiðsla skal vera rafræn og  standa yfir í minnst fimm daga, og allt að 14 daga samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar og trúnaðarráðs.  Allsherjaratkvæðagreiðsla skal vera leynileg.  Kjörstjórn skal sjá um að félagsmenn fái nægjanlega snemma vitneskju um atkvæðagreiðsluna, hve lengi hún stendur yfir og á hvern hátt hún fer fram.

Kjörstjórn auglýsir atkvæðagreiðslu og kynnir efni kosninga.  Í auglýsingu skal koma fram á hvern hátt kosning fer fram  hvenær hún hefst og hvenær henni lýkur.  Auglýsingu skal birta í dagblöðum, á heimasíðu félagsins og í miðlum félaginu tengdu, eða á annan hátt svo tryggt sé að félagsmenn fái nægjanlega snemma vitneskju um atkvæðagreiðsluna.

Óheimilt er að viðhafa kosningaáróður á eða við kjörstað.

40.grein

Þegar kosið er um fleiri en einn frambjóðenda í trúnaðarstöður og fleiri eru í framboði er skylt að kjósa a.m.k. í helming af þeim stöðum sem kjósa skal.

41 grein

Rafræn atkvæðagreiðsla skal framkvæmd þannig að kjörstjórn sendir þeim er kosningarétt hafa kjörgögn, en þau eru aðgangslykill að rafrænum kjörseðli.

Auk aðgangslykils skulu fylgja leiðbeiningar um framkvæmd rafrænnar kosningar þar sem m.a. kemur fram hvernig kjósandi tjáir vilja sinn og hvernig atkvæði hans komist til skila.  Taka skal skýrt fram fyrir hvaða tíma atkvæði skuli hafa borist kjör­stjórn, en miða skal við að kjósanda berist í hendur kjörgögn það tímanlega að öruggt sé að kjósandi geti greitt atkvæði sitt innan tímamarka.

Kjörgögn skulu póstlögð þannig, að a.m.k. sjö dagar líði frá því kjörgögn eru póstlögð og þar til atkvæðagreiðslu á að vera lokið.  Auglýsingar um rafræna atkvæðagreiðslu skulu birtar eigi síðar en sama dag og kjörgögn eru póstlögð.  Samhliða rafrænni kosningu, skal kjósendum ætíð gert mögulegt að fá aðgang að viðeigandi tölvubúnaði á kjörstað. Þess skal gætt í hvívetna að ekki sé hægt að rekja greidd atkvæði til tiltekins eða tiltekinna kjósenda og skal þess gætt að rafræn atkvæði séu ekki sett í sameiginlegt safn til talningar fyrr en kosningu er lokið.

42 grein  

Kjörstjórn skal gefa frambjóðendum kost á að kynna sig á vefmiðli félagsins. Kjörstjórn       skal gæta jafnræðis meðal frambjóðenda. Verklagsreglur og útbúnaður hér að lútandi skal samþykktur af kjörstjórn hverju sinni.

43. grein

Kjörstjórn skal sjá um gerð kjörskrár og lista yfir þá félagsmenn, sem ekki eru á kjörskrá vegna skulda.

Kjörstjórn skal sjá um að kjörskrá og skuldalisti liggi frammi á skrifstofu félagsins frá því að atkvæðagreiðsla er auglýst.  Allar kærur vegna kjörskrár skal kjörstjórn úrskurða jafnskjótt og þær berast.  Kærufrestur er til loka atkvæðagreiðslunnar.

Umboðsmenn lista eða tillögu skulu hafa rétt á að fá eitt afrit af kjörskrá ásamt skuldalista um leið og atkvæðagreiðsla er auglýst.

Kjörstjórn sér um talningu atkvæða að kjörfundi loknum.  Umboðsmönnum lista eða tillögu er heimilt að hafa einn fulltrúa við talningu atkvæða.

44. grein

Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt, sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnu ári eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt 46. grein.  Eftir að atkvæðagreiðsla hefur verið auglýst og kjörskrá lögð fram má ekki bæta nýjum félagsmönnum á skránna, en þeir sem skulda gjöld til félagsins geta öðlast atkvæðisrétt ef þeir greiða skuld sína að fullu áður en atkvæðagreiðslu lýkur.

Til viðmiðunar hljóðar sjötti kafli svona í dag:

6. Kafli

Allsherjaratkvæðagreiðsla, kjör í stjórn, trúnaðarráð og aðrar trúnaðarstöður.

33. grein

Eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs.

Heimilt er að kjósa aðra trúnaðarmenn í allsherjaratkvæðagreiðslu, telji stjórn og trúnaðarráð það nauðsynlegt eða æskilegt.

Stjórn og trúnaðarráði er heimilt að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um afgreiðslu kjarasamninga eða önnur málefni, eftir því sem þurfa þykir.

Á sama hátt skal efna til allsherjaratkvæðagreiðslu ef:

a) Félagsfundur samþykkir ályktun þar um.

b) Minnst 1/10 hluti fullgildra félagsmanna krefst þess.

c) Miðstjórn RSÍ eða miðstjórn ASÍ gefur um það fyrirmæli.

34. grein

Kosningum með allsherjaratkvæðagreiðslu stjórnar kjörstjórn, sem skipuð er 3 mönnum. Félagsstjórn skipar tvo menn í kjörstjórn, en þriðji maður skal skipaður af miðstjórn RSÍ og er hann formaður kjörstjórnar. Jafnmargir skulu skipaðir til vara á sama hátt.

Félagsstjórn er heimilt að fela kjörstjórn, sem skipað er í af miðstjórn RSÍ, umsjón með kosningum um kjarasamninga, sem félagið er aðili að með öðrum stéttarfélögum.

35. grein

Trúnaðarráði er skylt að leggja fram tillögur um kjör í trúnaðarstöður samkvæmt 23. gr. og 24. gr. Til að bera fram lista eða tillögu til kjörs stjórnar, trúnaðarráðs eða annarra trúnaðarstarfa, þarf skrifleg meðmæli eða stuðning 1/10 hluta fullgildra félagsmanna. Tillögum stjórnar og trúnaðarráðs sameiginlega þurfa engin meðmæli að fylgja. Lista eða tillögu til stjórnar, trúnaðarráðs eða annarra trúnaðarstarfa skal fylgja skriflegt samþykki þeirra félagsmanna, sem gerð er tillaga um.

36. grein

Hafi félagsmaður gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið tvö kjörtímabil eða lengur, getur hann skorast undan kosningu næstu tvö ár.

37. grein

Framboðsfrestur skal vera minnst 7 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Kjörstjórn merkir tillögur bókstafsheiti í þeirri röð, sem þær berast og raðar þeim á kjörseðil á sama hátt.

Komi aðeins fram einn listi eða tillaga um menn í trúnaðarstöður, þarf kosning ekki að fara fram.

Stjórn félagsins skal tveim mánuðum fyrir aðalfund ár hvert auglýsa frest til framboðs í trúnaðarstöður samkvæmt 23. gr. og 24. gr.

38. grein

Á hverjum lista eða tillögu skulu vera nöfn jafnmargra félagsmanna og kjósa skal. Kjósandi tjáir vilja sinn annað hvort með því að merkja við bókstaf eins lista, eða með því að merkja við nöfn þeirra einstaklinga sem hann vill kjósa af einum eða fleiri listum. Aldrei má þó merkja við nöfn fleiri manna en kjósa á í hvert sæti. Kjörseðill telst ekki gildur séu fleiri eða færri kosnir en kjósa skal.

Atkvæðagreiðslan er bundin við þær tillögur sem koma fram samkvæmt 23. gr. og 24. gr. eða tillögur, sem lagðar eru fyrir samkvæmt heimild í 33. gr.

39. grein

Allsherjaratkvæðagreiðsla skal standa yfir í a.m.k. 5 daga og allt að 14 daga, samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar og trúnaðarráðs.

Félagsmenn sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á þeim tíma, sem kjörstjórn ákveður. Þeim félagsmönnum sem búsettir eru eða dvelja langdvölum utan höfuðborgarsvæðisins skal kjörstjórn senda kjörseðla. Heimilt er stjórn og trúnaðarráði að ákveða að senda öllum félagsmönnum kjörseðla.

Kjörseðill telst gildur, ef hann er póstlagður fyrir lokun pósthúsa, þann dag, sem kosningu á að ljúka. Gæta skal þess að allsherjaratkvæðagreiðsla sé fullkomlega leynileg.

Kjörstjórn skal sjá um að félagsmenn fái nægjanlega snemma vitneskju um atkvæðagreiðsluna, hve lengi hún stendur og á hvern hátt hún fer fram.

Þegar efnt er til allsherjaratkvæðagreiðslu, er umboðsmönnum þeirra, sem að framboði eða tillögu standa, heimilt að vera viðstaddir kosninguna.

Þegar ákvörðun um allsherjaratkvæðagreiðslu hefur verið tekin, er kjörstjórn skylt að auglýsa hana með minnst 7 sólarhringa fyrirvara í dagblöðum eða útvarpi, eða á annan hátt svo tryggt sé að félagsmenn fái nægjanlega snemma vitneskju um atkvæðagreiðslu. Kjörstjórn skal í auglýsingunni tilgreina hvernig að kosningu skal staðið og hve lengi kosning stendur.

Óheimilt er að viðhafa kosningaáróður á eða við kjörstað.

40. grein

Kjörstjórn skal sjá um gerð kjörskrár og lista yfir þá félagsmenn, sem ekki eru á kjörskrá vegna skulda.

Kjörstjórn skal sjá um að kjörskrá og skuldalisti liggi frammi á skrifstofu félagsins frá því að atkvæðagreiðsla er auglýst. Allar kærur vegna kjörskrár skal kjörstjórn úrskurða jafnskjótt og þær berast. Kærufrestur er til loka atkvæðagreiðslunnar.

Umboðsmenn lista eða tillögu skulu hafa rétt á að fá eitt afrit af kjörskrá ásamt skuldalista um leið og atkvæðagreiðsla er auglýst.

Kjörstjórn sér um talningu atkvæða að kjörfundi loknum. Umboðsmönnum lista eða tillögu er heimilt að hafa einn fulltrúa við talningu atkvæða.

41. grein

Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt, sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnu ári eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt 46. grein. Eftir að atkvæðagreiðsla hefur verið auglýst og kjörskrá lögð fram má ekki bæta nýjum félagsmönnum á skránna, en þeir sem skulda gjöld til félagsins geta öðlast atkvæðisrétt ef þeir greiða skuld sína að fullu áður en atkvæðagreiðslu lýkur.

  1. Tillaga um ákvæði til bráðabirgða

Bráðabirgða ákvæði sem mun falla niður eftir aðalfund félagsins 2016.

Lagt er til að grein með bráðabirgða ákvæði verði svo hljóðandi:

60.grein

Ákvæði til bráðabirgða:

Kosningar 2016 skulu vera þannig að formaður og honum tengdir eru kosnir til tveggja ára og varaformaður og honum tengdir til eins árs. Ákvæði þetta fellur úr lögunum að loknum aðalfundi 2016.

Frambjóðendur til meðstjórnar og trúnaðarráðs 2016 skulu greina hvort þeir eru í framboði til eins eða tveggja ára.

  1. Tillaga um frágang lagana eftir breytingar.

Við breytingu á uppröðun og viðbót við sjötta kafla, breytast númer þeirra greina sem á eftir koma í samræmi við það.  Einnig breytast tilvísanir innan laganna, gagnvart lögum RSÍ og lögum ASÍ.

Tillagan:

Aðalfundur Félags Íslenskra rafvirkja felur stjórn félagsins frágang lagana að lokinni heildarsamþykkt þeirra hvað varðar frágang greinanúmera og tilvísana innan laganna, gagnvart lögum RSÍ og lögum ASÍ.

 

 

Tillögur hér að ofan eru lagðar fram af stjórn og trúnaðarráði, og þökkum við öllum þeim sem komu að þeirri vinnu 🙂

 

Stjórn og Trúnaðarráð FÍR

 

 

 

Garðabær 29.10.2015

Ég Einar Gunnar Guðmundsson félagi í FÍR legg til breytingar á lögum félagsins eins og lög FÍR kveðja um 14 dögum fyrir auglýstan aðalfund félagsins.

Ég sendi jafnframt óháðum aðili afrit af breytingar tillögum mínum.

Ósk um  að þær fái umfjöllun á auka aðalfundi FÍR þann 16.11.2016

 

          2.Kafli

         4. grein

Fullgildir félagsmenn geta þeir einir orðið, sem búsettir eru á félagssvæðinu, lokið hafa námi í rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafveituvirkjun eða símsmíði og staðist hafa sveinspróf, eða fengið iðnbréf samkvæmt iðnlögum.(fellum úr textalýsingu)
Heimilt er að veita inngöngu í félagið þeim, sem lokið hafa burtfararprófi frá iðnskóla.
Hafi félagsmaður ekki lokið sveinsprófi innan eins árs frá því hann gekk í félagið, missir hann félagsréttindi sín þar til hann hefur lokið sveinsprófi.(fellum úr  textalýsingu)

            6.Grein

            Viðbættur við félagafrelsi sem eru lög landsins

             D) Að félagsmenn geti skipt um félag sem er löggilt innan raða ASÍ.

 

             4 Kafli

            8. grein

                Skyldur félagsmanna eru:

Að hlýða lögum félagsins, fundarsköpum, félagssamþykktum, fyrirskipunum og samningum  í öllum greinum.(Fella úr textalýsingu)

         5.Kafli

             Stjórn og trúnaðarráð og aðrar trúnaðarstöður.

 

             Ný grein 32B)

 

             Stjórn FÍR eða trúnaðarmaður þess hefur ekki heimild til að skuldbinda FÍR fyrir hverskyns gjöfum eða gjörning umfram 50.000 krónur. Hvorki hjá FÍR eða  Rafís. Nema tillaga um auka fjárveitingu hafi verið lögð fram og samþykkt af  löggildum fundi FÍR.

 

 

 

Kveðja

Einar Gunnar

Deila frétt: