Rafiðnaðarsamband Íslands óskar eftir 2 starfsmönnum í helgarvinnu á Skógarnesi og í Miðdal sumarið 2022. Starfið felur í sér umsjón með tjaldsvæðum og orlofshúsum á orlofssvæðunum. Hentar vel fyrir par/hjón. Húsnæði á staðnum. Flest ef ekki allt félagsfólk þekkir Skógarnes og Miðdal, gestir okkar þar eru fjölmargir yfir sumarið enda þessir staðir miklar náttúruperlur. Tilvalið starf fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna úti í fallegri náttúru.

Upplýsingar veitir Sigrún Sigurðardóttir á skrifstofu fagfélaganna Stórhöfða 31, netfang sigrun@rafis.is, sími 5400122 og gsm 6944959. Umsóknir sendist á sigrun@rafis.is

 

Frétt tekin af heimasíðu RSÍ

Deila frétt: