Stjórn FÍR vill minna á framboðsfrest sem er til kl 16:00 15. febrúar. Skila þarf framboði til kjörstjórnar á skrifstofu RSÍ.
Í kjöri eru sæti formanns, ritara, meðstjórnanda og níu sæti í trúnaðarráði samanber grein 24 í lögum FÍR. Öllum fullgildum félagsmönnum er frjálst að bjóða sig framm áður en framboðsfrestur rennur út og eru öll framboð einstaklings framboð samanber grein 36 í lögum FÍR.
Hér má finna template til þess að nýta sér við að safna undirskriftum. Hver frambjóðandi þarf 18 undirskriftir fullgildra félagsmanna. Hinsvegar er engin kvöð á að nota þetta tiltekna template. Þeir félagsmenn sem vilja geta síðan nýtt sér þjónustu félagsins við að athuga hvort þær undirskriftir sem þeir séu með séu fullgildir félagsmenn. Hægt er að hafa samband við Margréti formann eða Adam Kára starfsmann RSÍ. Margrét er með emailið margret@rafis.is og Adam með emailið adam@rafis.is.
Frambjóðanda er heimilt að draga framboð sitt til baka fyrir 1.mars svo framalega sem tryggt sé að framboð sé í sömu stöðu. Eigi síðar en 15. mars fer síðan framm allsherjar atvkæðagreiðsla ef fleiri en einn óskar eftir kjöri í tiltekið sæti. Kosningum er stýrt af kjörstjórn í samráði við stjórn.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga að gefa kost á sér.
Ekki hika við að vera í sambandi ef eitthvað er óljóst!