Þörf er á að gera sérstakar ráðstafanir í Sveinsprófunum í febrúar 2022 vegna Covid-19.

Ath. þátttakendur í Reykjavík

Vegna gildandi sóttvarna þurfa þátttakendur að sýna fram vottorð um nýlega COVID sýkingu (14-180 daga gamalt) eða neikvætt hraðpróf / PCR-próf þegar mætt er í Sveinsprófin.

Ath. heimapróf og bólusetningarvottorð eru ekki tekin gild í staðin fyrir hraðpróf.

 

Þátttakendur þurfa að sýna neikvæða niðurstöður úr hraðprófi við inngang á mánudagsmorgun (07.02.22), hádegi á mánudegi (07.02.22) og þriðjudagsmorgun (08.02.22). 

 

Þátttakendur eru beðnir um að mæta ekki í prófin ef þeir finna fyrir einkennum Covid-19 (Covid.is), mjög mikilvægt er að senda tölvupóst strax á netfangið sveinsprof@rafmennt.is ef þátttakandi kemst ekki í sveinsprófið vegna veikinda eða sóttkvíar.

 

Kynningarfundur með sveinsprófsnefnd verður miðvikudaginn 2. febrúar 2022 kl 16:30 á Microsoft Teams

Ekki verður í boði að mæta á Stórhöfða 27, 110 Reykjavík

Tengill inn á fundinn var sendur með dagskrá og upplýsingarbréfi til þátttakenda 14. janúar 2022.

 

Prófin hefjast mánudaginn 7. febrúar 2022

 

Frétt tekin af heimasíðu RAFMENNT

Deila frétt: