
Nýsveinar í rafvirkjun og rafveituvirkjun fengu afhend sveinsbréf laugardaginn 2. september.
Dagskráin var að vanda glæsileg með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

Mikil fjölgun hefur verið á að konur sæki nám í rafiðnum og við þessa athöfn voru 5 konur að útskrifast. Á athöfnina sjálfa mættu 4.

Nokkrir fengu síðan viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur.
Hæstur á bóklegu sveinsprófi rafveituvirkjun Jakob Már Þorsteinsson
Hæstur á bóklegu sveinsprófi rafvirkja febrúa Sveinn Dagbjartur Sigurðsson
Hæstur á bóklegu sveinsprófi rafvirkja júní Ágúst Sölvi Hreggviðsson
Hæstur á verklegu sveinsprófi rafvirkja febrúar Magnús Skóg Kristjónsson
Hæstur á verklegu sveinsprófi rafvirkja júní Viktor Guðberg Hauksson
Hæstur samanlagt sveinsprófi rafvirkja febrúar Grétar Birgisson
Hæstur samanlagt sveinsprófi rafvirkja júní Viktor Guðberg Hauksson
Stjórn FÍR óskar nýsveinum innilega til hamingju með sveinsprófin