Samkvæmt 37. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs.

Með hliðsjón af framansögðu og 34 gr. tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 16.00 fimmtudaginn 16. febrúar 2023.

Skila ber tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Kosið verður um varaformann, gjaldkera, tvo meðstjórnendur
og níu fulltrúa í trúnaðarráð.

Hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg meðmæli minnst 18 fullgildra félagsmanna.

Reykjavík 4. janúar 2023 Stjórn Félags íslenskra rafvirkja

Deila frétt: