Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ 2021 var haldin 28-29 nóvember á Selfossi.

Í ár var trúnaðarmannaráðstefnan tileinkuð kjaramálum og komandi kjaraviðræðum. Byrjað var á samningatækni námskeiði sem Elmar Hallgrímsson framkvæmdastjóri Samiðn og sérfræðingur í samningarétti stýrði. Farið var yfir samningstækni, meginreglur í samningaviðræðum og unnið í hópum til að tileinka okkur og kynnast aðferðum samningatækni.

Jakob gjaldkeri RSÍ fór yfir starfsáætlun og fjárhagsáætlun RSÍ fyrir árið 2022. Unnið hefur verið að viðamikilli starfsáætlun síðastliðið ár og var farið yfir afraksturinn af þeirri vinnu. Hægt verður með skýrum hætti hægt að mæla árangur hverju sinni og inniheldur hún skýr viðmið um hvert við stefnum.
Georg formaður Grafíu fór yfir stöðu kjarasamninga, launamælaborð og undirbúning fyrir viðræður á næsta ári. Ráðstefnan endaði á hópavinnu þar sem farið var yfir hvað ætti að leggja áherslu á í komandi kjarasamningum og málefni almennt rædd.


Hópurinn sendi einnig frá sér ályktun varðandi sölu á Mílu ehf sem má finna hér fyrir neðan.