Föstudaginn 8. janúar opnar fyrir umsóknir um páska 2021 í orlofshúsum RSÍ. Opið er fyrir umsóknir til 25. janúar 2021. Rafræn úthlutun 28. janúar samkvæmt punktakerfi. Félagsmenn fá sendan tölvupóst um niðurstöðu úthlutunar. Við biðjum félagsmenn að vera vakandi yfir tölvupósti þennan dag þar sem dæmi eru um að tölvupóstur um niðurstöður úthlutunar hefur farið í ruslpóst.
Að lokinni úthlutun hafa félagsmenn viku til að ganga frá greiðslu. Ef það er ekki gert fer orlofshúsið aftur í umsóknarferli og þá eiga þeir sem ekki fengu úthlutað í fyrri umferð forgang. Að lokum er opnað fyrir alla með það sem eftir stendur og gildir þá reglan “fyrst bóka fyrst fá”
Umsóknir vegna sumars 2021
Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús sumarið 2021 þann 1. febrúar næstkomandi. Opið verður fyrir umsóknir til 28. febrúar. Rafræn úthlutun 1. mars 2021 samkvæmt punktakerfi. Niðurstöður úthlutunar sendar í tölvupósti. Við biðjum félagsmenn að vera vakandi yfir tölvupósti þennan dag þar sem dæmi eru um að tölvupóstur um niðurstöður úthlutunar hefur farið í ruslpóst.