Nú er búið að bæta við nýrri virkni í reiknivélar RSÍ fyrir vinnuskipulagið. Nú er hægt að stilla upp vinnutíma miðað við einhliða styttingu vinnutímans, í samræmi við ákvæði sem tekur gildi núna um áramótin en í þeirri leið þá fer vinnutími í 36 klst og 15 mínútur á viku ÁN þess að hafa áhrif á kaffitíma í dagvinnu.

Auk þess er komin inn reiknivél þar sem horft er á vinnuskipulag á tveggja vikna tímabili.

Reiknivélar til að reikna út vinnuskipulag, styttingu vinnuvikunnar, yfirvinnu og fleira hafa verið kynntar á félagsfundum RSÍ í haust. Þær eru hentugar þegar skoða þarf breytingar á tilhögun vinnu- og kaffitíma, útreiknings yfirvinnu og ýmissa annarra atriða. Reiknivélarnar munu þannig einfalda og draga fram á skýran hátt hvernig vinnutíminn tekur breytingum miðað við ólíkar forsendur.

Eru vinnustaðir að fara í breytingar? Þá er gott að skoða möguleikana með reiknivélunum.

Félagar eru hvattir til að kynna sér reiknivélarnar og leita til okkar ef það vakna spurningar um vinnutímann.

Reiknivélarnar eru í sífelldri þróun og gott er að fá fram ábendingar um það sem betur mætti fara.

 

Frétt tekin af heimasíðu RSÍ

Deila frétt: