Stjórn Vinnueftirlitsins samþykkti á fundi sínum 21. september 2020 að Vinnueftirlitið myndi skipa sérstakt sex
manna vinnuverndarráð í mannvirkjagerð þar sem fulltrúar samtaka launafólks innan starfsgreinarinnar
skipi tvo fulltrúa og samtök atvinnurekenda tvo fulltrúa. Skipunartími er fjögur ár en eftir þann tíma verður farið yfir reynsluna af störfum ráðsins.

Meginmarkmið vinnuverndarráðsins verður að stuðla að heildstæðri og uppbyggilegri umræðu um leiðir
til að bæta vinnuverndarstarf í mannvirkjagerð.

Í því felst að:

  • Skapa umræðuvettvang fyrir framsýna og málefnadrifna umræðu um viðfangsefnið þar
    sem áhersla er á vinnuvernd í víðum skilningi en ekki eingöngu öryggismál.
  • Móta hugmyndir og yfirlit yfir langtímaaðgerðir til að bæta vinnuverndarstarf í
    mannvirkjagerð.
  • Velta upp tækifærum og lausnum á hindrunum sem þykja standa í vegi fyrir því að
    nauðsynlegum aðgerðum að bættri vinnuvernd sé komið í framkvæmd.

Margrét hefur verið skipuð í þetta ráð og er því vettvangur fyrir FÍR og aðildarfélög RSÍ orðinn greiður til þess að koma málefnum að til umræðu.

Deila frétt: