Þá er búið að vísa deilunni til sáttasemjara.
Mín upplifun er sú að samningsvilja hafi skort hjá Samtökum atvinnulífsins (SA).
Við höfum verið mjög raunsæ á stöðu samfélagsins og stutt okkar málflutning með gögnum.
Svo virðist sem sama sé ekki upp á teningnum hinum megin við borðið.
Enda hefur lítið þokast í viðræðum á síðustu vikum og ljóst að SA virðist ekki hafa áhuga á fyrirsjáanleika og stöðugleika á vinnumarkaði.
Það leikrit sem sett er á svið í hverjum einustu viðræðum er til skammar og ekki neinum til framdráttar!
Sjá nánar hér.
Kveðja,
Andri Reyr Haraldsson formaður FÍR